Færsluflokkur: Bloggar
31.10.2007 | 23:46
Lotugræðgin og gigtin ;)
Þegar ég var unglingur byrjaði ég á því að svelta mig til að grenna mig, á einum tímapunkti var ég farin að borða einu sinni í viku ca hálfa samloku með skinku og osti og var sem hamingjusömust þegar ég sá rifbeinin glitta milli brjóstanna. Þegar ég var sem verst þá leit ég frekar funky út, krúnurökuð, brjóstalaus og minnti helst á ungan strák. Neðst fór ég í 53 kg en ég er tæpir 180 og frekar rífleg í beinum.
Um daginn sá ég þáttin á rúv með stelpuna með átröskunina, sveið svolítið að sjá einhvern sem líktist mér svo í hugsun, ég auðvitað læt ekki svona lengur en er enn með lotugræðgina, nema hvað ég hef ekki hlaupið inná bað að æla. Lenti í umræðu um svona í vinnunni þar sem ég er auðvitað ekki ein um að hafa staðið í þessum sporum, samstarfskona mín er þó enn í þessum sporum að svelta sig til að grennast og er verulega grönn. Stóð sjálfa mig að því að öfunda hana af því að hafa staðfestuna í að halda þetta út... en svo rifjaðist upp aðeins hvað ég var alltaf þreytt, pirruð og aum eitthvað. Langar mann virkilega að fara útí þennan pakka aftur, komin á þennan aldur? Hvað þá hvað þetta gerir líkamanum og heilsunni.. er ekki betra að vera fáeinum kg of þung og geta þó haldið út daginn? Stend mig þó oft að því undanfarið að gæla við hugsunina að taka bara smá skorpu, en gæti maður þá snúið við?
Stend í því þessa dagana að vera drepast í líkamanum eftir vinnu og var handótnýt í höndunum fyrir hádegi.. ekki langur tími sem ég fékk í morgun til að vera kvalalaus. Og til að stöðva sjálfa mig í lotugræðginni þá hef ég verið að reyna prjóna til að halda mér við efnið. En það auðvitað gerir ekki betra.. Hvernig stendur á því að maður gerir sjálfum sér þetta.. en það er nokkuð ljóst að fyrst maður á annað borð byrjaði á þessu þá hlýtur að vera eitthvað að í hausnum á manni, right? Normal manneskja hættir ekki að éta eða ræðst á alla matarskápa þess á milli til að finna allt ætt og troða því sem hraðast niður..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.10.2007 | 00:15
Guð, Jesú og ábyrgðin
Keyrði sjálfa mig í jarðaför í dag, fyrsti vinur minn sem missir foreldri og maður fylgir til grafar. Afskaplega falleg athöfn og veit ég að hún hefði verið þakklát fyrir alla þá sem mættu í dag til að votta henni virðingu sína og kveðja. Margir áttu virkilega erfitt en virtist sem erfðadrykkjan tæki af sorgina og allir búnir að kveðja. Mikið dásamað hana enda stórkostleg kona.
Ég er ekki mjög trúuð enda leiðist mér oft í kirkjum, vegna lofdýrðarinnar um Jesúm Krist o.s.frv. Hvers vegna þegar verið er að kveðja fjölskyldumeðlim og vin þarf að eyða svona miklum tíma í að dásama Krist og Guð? Ég sem dæmi trúi ekki á Adam og Evu, þó ég kenni barninu mínu annað, ég ræði Adam og Evu fyrir hana og hún hefur kunnað Faðirvorið síðan hún var 2. ára - besta listaverk sem ég á og þarf alltaf að hafa kringum mig er 100 ára gömul mynd af Jesú í bátnum. Ég er hugfangin af krossum og því sem þeir standa fyrir - kærleikurinn t.d.
Ég hef haldið reiðiræður yfir vinkvennum frænku minnar sem tilheyra Fíladelfíu vegna orða sem þær létu útúr sér um börnin sín og hvernig þær grátbáðu Jesúm Krist að fyrirgefa sér fyrir að hafa sofið hjá fyrir brúðkaup og allt eftir því.. Hverskonar foreldri biður fyrirgefningar á því að hafa skapað líf? Óskar einhverja "æðri veru" um fyrirgefningu fyrir að hafa fætt þetta yndislega barn? Það er alltaf ástæða fyrir því að líf verða til, það var ekki ég sem ákvað að dóttir mín skyldi verða til, henni var ætlað að koma..
Finnst of oft sem að fólk skelli allri ábyrgðinni á Jesú eða Guð, þú ert ábyrgur fyrir þínu eigin lífi.. og gigt, misnotkun og barsmíðar hafa ekki kennt mér neitt annað en að ég er minn eigin gæfusmiður og að forðast skapheita menn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.10.2007 | 23:57
Gamlir vinir
Gamlir vinir kíktu í kaffi í kvöld og borðuðum við saman auk þess að spjalla mikið og skoða gamlar myndir. Þau eru hér komin til landsins til að kveðja móður sína og fylgja henni til grafar. Yndisleg kona sem maður mun sakna.
Alltaf viss tilfinning sem fylgir því að fá þau hingað, góð, og minnir á gamla tíma þegar við vorum smákrakkar í pony og barbie.. stóri bró úti á götu að leika á bretti og ekki glætan að maður talaði við þá. Í dag sat hann hér eins og ekkert væri og við spjallandi og rifjandi upp gamla tíma.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.10.2007 | 16:51
Enn meiri rigning.. :(
Fékk hér slóðann af blautum hundaskít inná gólfið hjá mér rétt í þessu, því má þakka yndislegri rigningunni og kjánanum sem hljóp í hann volgan og fínan og beint inn aftur (leiðinleg rigningin) MMmmmm sem betur fer kann ég að skúra.
Annars var rosalega gott að geta kveikt bara á kaffikönnunni í morgun, enda hresstist ég verulega við það:P var svo hrikalega þreytt og aum eitthvað og bætti úr með að skella forstofuskápshurðinni beint á löngutöng miðja, nú er ég blá og marin og svona fallega bólgin. Suma morgna er maður bara sérstaklega vakandi fyrir að færa sig er þarf, ekki ég greinilega. Nóttin var eitthvað hálf erfið hjá mér þrátt fyrir að hafa farið í sturtu, skipt á rúminu og sofnað með hitapokann á bakinu, samt var ég eins og aumingji þegar ég vaknaði í nótt.. pfffffffft heimta nýtt bak m.a af því sem ég heimta í lífinu. Frekjan ég.
Annars gerði ég góðverk í gær :D JUBB komu hér sætar handboltastelpur að safna flöskum fyrir keppnisferðalagi og gaf ég þeim tvo stóra poka sem ég er búin að vera safna. Stelpan var svo ánægð greyjið, hálf vorkenndi henni... Man bara hvað það var leiðinlegt og erfitt að safna uppí keppnisferðirnar hérna forðum daga, man að ég píndi mömmu eitt sinn til að baka sem við svo seldum, síðan seldum við notuð föt í Kolaportinu og bárum út stöðvar 2 bæklinginn (muniði eftir honum?) Annars ætla ég að fara tussast af stað, var troðið inn hjá doksa og ætla að koma stelpunni til ömmu og afa fyrst.. l8r
Btw eigiði góðan dag, rigningin er ekki svo slæm
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.10.2007 | 23:46
Kvöldþreyta
Kaffikannan tilbúin fyrir morguninn, vekjaraklukkan stillt og hundurinn búinn að fara út að spræna... Næsta skref er auðvitað að henda sér í bælið og safna orku fyrir vinnudaginn, bara engan veginn að nenna því - er drulluþreytt en uppvaskið sem bíður mín er eitthvað að tefja rúmferðina. Er þó búin að sitja í föndrinu í allt kvöld í staðinn fyrir að vaska upp *skammastín*
Er að gera "skrappbók" fyrir mahundpah, mamma hefur alltaf verið að kvarta undan því að myndirnar eru allar útúm allt svo ég ákvað að skella í eina svona - þó er ég engin skrappari af guðs náð, en dundarinn í mér rís upp og gargar þegar ég fæ svona, ekki eins og með prjóninn sem tekur miklu meiri tíma og ég hreinlega verð að taka mér pásu af - þolinmæði mín bíður ekki uppá þetta :P
Annars hlakka ég eiginlega bara til að setjast hérna fram í fyrramálið, fara í sturtu og setjast svo með kaffi og brauð, í rólegheitum áður en sumir koma askvaðandi fram og talandi útí eitt, morgnar eiga að vera róóóóóólegir...
Night u´all
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.10.2007 | 17:08
Öryrkjar, verra fólk?
Er búin að vera fylgjast með umræðu á barnalandi í smá stund, ekki það að ég lesi þetta oft en maður fylgist með öðru auganu þar sem stundum koma sniðugar umræður þarna inn.
Stundum finnst mér fólk óþarflega grimmt á náungann, virðist ansi oft horft einungis frá einni hlið og þá sinni, eru auðvitað ansi margir sem hafa ALLTAF rétt fyrir sér og þeirra skoðun er sú eina.
Ætla að taka sem dæmi þrjár manneskjur á sama aldri, mig og tvær vinkonur mínar. Allar viðurkenndir öryrkjar en aðeins ein vinnur (ég) Sú fyrri er andlegur öryrki eftir áralanga misnotkun og hin vegna slyss, líkami hennar er í hönk og búin að vera í tvö ár. Ég er líkamlegur öryrki, þrjóskan er bara hinu sterkari svo ég er að vinna.
Andlegi öryrkinn fær 175.000 á mánuði frá tryggingum og er með tvö börn, eitt lán eftir fyrr sambúð og borgar leigu uppá 70.000- á sinn eigin bíl skuldlaust en greiðir ca. 10.000 á mánuði í bensín, 22.000 í leikskóla og 14.000 í gæslu fyrir eldra barnið. Um 30.000 í lánið og þá eru um 29.000 eftir til að lifa af mánuðinn, ef börnin þurfa til læknis o.s.frv. og eftir að taka inní læknisheimsókn aðra hvora viku hjá henni.
Líkamlegi öryrkinn á sína eigin íbúð og bíl og fær 109.000 á mánuði. Engin börn en þarf að fara til sjúkraþjálfara 3 í viku. Hún borgar um 12.000 í bensín á mánuði, hefur farið uppí 15.000, hún greiðir einnig 20.000 á mánuði í sjúkraþjálfarann. 70.000 fara í húsnæðislán og tryggingu á íbúðinni. 7.000 eftir til að lifa af á mánuði.
Ég er að vinna, mánaðarlaun fyrir skatt eru 175.000 og bý ég í íbúð skráða á foreldrana, er að greiða 60.000 í lánin mánaðarlega. Bíllinn er ekki á lánum en greiði ca. 10.000 í bensín á mánuði. Gæslan fyrir stelpuna er 16.000 á mánuði og maturinn í skólanum um 6.000. Ég þarf að mæta tvisvar í mánuði til læknis, sitthvor læknirinn og eru það 4-6000 sem ég greiði fyrir það, sem betur fer engin lyf en einstaka verkjalyf ;) þegar búið er að taka lánin mín, símareikning og annað þá á ég um 15.000 eftir til að lifa af mánuðinn... oftast, ef ég kemst í aukavinnu þá hækkar þetta aðeins - ef ég fæ barnagæslu.
Engin af okkur valdi þetta, svona er þetta bara.. ein datt niður stiga um vetur, var tryggð eins og hægt var en það hjálpaði ekkert og var gífurlega seinvirkt, tók aukalán til að hjálpa við að fleyta sér áfram og þegar hún fékk smá frá tryggingunum þá fór það bara uppí hitt lánið.. Hver vill lifa svona? Aldrei peningur, aldrei hægt að gera neitt.. og ég held að við séum síst verst staddar, hvaða kjaftæði er þetta alltaf að öryrkjar hafi það svo gott? Ég væri í svipuðum sporum ef ég væri á bótum en þá þyrfti ég líka að hanga heima allan daginn og hvað er gaman við það? Auk þess hefur maður sjénsinn á að fá launahækkun eða sækja um betri vinnu. Og að maður hefði aldrei átt að eiga þessi börn? Vil endilega að þetta fólk horfi í augun á dóttur minni og segji henni að ég hefði átt að eyða henni í stað þess að fæða hana. Hún var pillubarn en greinilega ætlað að koma akkurat þá.. og ekki sé ég eftir því.. fólk planar heldur ekki að verða einstætt, við höfðum það ágætt saman, en það var bara ekki meant to be.
Viðurkenni þó alveg að stundum hugsar maður útí þessa tíma, hvernig það var, hefði maður verið ánægðari með lífið ef við hefðum þraukað þetta? Einhvern veginn sé ég það ekki, hann er miklu ánægðari í dag held ég með núverandi konu, sem er alveg yndisleg. Hefði ég þraukað það með seinni sambýlismanni mínum, hefði ég verið ánægðari með lífið í dag? Pottþétt ekki, væri sjálfsagt andlegur aumingi auk þess að vera bakveik. Eini maðurinn sem ég hefði viljað virkilega hverfa ofan af jörðu, enþá hefði sonur hans þjáðst ásamt foreldrum hans meðan mér liði betur, og það er eitthvað sem maður óskar ekki börnum.
Er ég ánægð í dag? Meiri peningar myndu sjálfsagt hjálpa til en ég þarf ekki auð til þess að vera hamingjusöm með dóttlu, hún gleður mig og ég gleð hana.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.10.2007 | 23:23
Súúúúúkkkuuuulaðiiiiii
Ég er súkkulaði húðuð, að innan reyndar en er það ekki nóg?
Fólkið mætti í dag, litlir frændur sem tróðu m&m í kaffibollann hennar ömmu og bjuggu til súkkulaðipepsi, krúttaðir. Fékk fallegar gjafir og PENINGA! Eina sem ég þarf að gera núna er að halda höndunum saman og eyða þessu ekki í eitthvað kjaftæði.. *súpakveljur* vantar nýja ryksugu og laaaaaaaaangar svo í uppþvottavél.. gæti notað þetta uppí eina slíka, eða hent gömlu ryksugunni og keypt nýja, erfitt erfitt! En skynsamlegasta væri að kaupa hillur inní þvottahús og ryksugu.. skynsöm? Eða leika smá, gæti verið uppí nýja tattoooið ..
Hvað gefur maður karlmönnum í afmælisgjöf sem eiga allt? Any ideas? Var svo auðvelt að versla á fyrrv. föt eða græjur.. that´s it, eina sem gladdi hann óendanlega, græjurnar þ.e og vantaði alltaf föt. Í fyrra var ég líka í vandræðum, en þetta er líka alltaf eitthvað svo erfitt þegar við erum ekki beint par. Kann samt ekki við annað en að gefa honum eitthvað (og langar til) og make him happy, ekki gera hann vandræðanlegan því þetta er eitthvað sem hann fýlar ekki. Þið karlmenn eruð bara case útaf fyrir ykkur, við erum pirrandi en þið eruð bara óþolandi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.10.2007 | 11:59
today is the day, or not
- Kaffi-> check
- sokkar-> vúps
- Lýsi->check
- Morgunmatur->check
- Hundur út-> check
- Kisi og hundur mat->check
JÆJA, ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að tussast af stað... hef samt ekki getað ákveðið mig hvað ég ætla að baka.. ákveðin með heitaréttinn (mmmmm) en hvernig súkkulaði köku get ég ekki ákveðið. Langar bara að hafa þetta svona einfalt en það er hálferfitt þegar maður getur ekki ákveðið sig með NEITT. Svo er ég búin að fylla svefnherbergið mitt af þvotti svo ég sit uppi með að þurfa að ganga frá því áður en ég hendi tíkinni þangað inn meðan fólkið verður hérna. Enginn sem nennir að fá flykkið í fangið með heitan kaffibolla..
Flykkið er núna að passa barnið, liggur fyrir neðan og passar að kisan komi ekki nálægt. Eins gott auðvitað því þetta er ófreskja. Mjálmandi ófreskja.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.10.2007 | 00:48
Fúli Skúli-> c´est moi
Er eitthvað hálf úldin, leiður fjandi. Langar svooo að vera bara hress og kát.. en
Reifst við dótturina áðan, finnst það hálf svekkjandi þar sem dagurinn var búin að vera svo góður. Skulum bara segja að hún fór tárvot í rúmið, gaman? Fór svo inn til að spjalla við hana og allt í góðu núna, en ég er á bömmer - finnst óþægilegt að rífast, hvort sem það er við hana eða einhvern annan.
Svo er fjölskylduboðið á morgun, ætti að vera búin að taka allt í gegn, en er ekki búin að því, hékk hjá vinkonu minni til miðnættis - gerði slatta en samt, hefði átt að vera hér- bakandi - þrífandi. But did I, noooooooooooooo
ætti að ráða mér bara þrifkerlu/karl eins og gtg stakk uppá, verst að ég á ekki fyrir henni, ætti ég að ath hvort einhver geri þetta frítt? Er ég kannski einum of bjartsýn?
Síðan eru það Airwaives :( svekkjandi að missa af þeim, hefði langað að sitja yfir Diktu í kvöld t.d. með bjór ... Mmmm Alltof margt á Airwaves sem maður er að missa af. Annars - skriðin uppí rúm, svo maður vakni á skynsamlegum tíma og nái að ryksuga sófann sem dæmi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.10.2007 | 12:18
Ástarlíf, egg og kisi
Er heldur úldin, er reyndar enn á fyrsta kaffibolla svo vonin er ekki öll úti. Stefnan var tekin á tiltekt aldarinnar en eins og stemningin er hérna núna Þá mun það eitthvað ganga hægt. Vinkona 1 vill koma í kaffi eftir hálftíma og fá lánað kattabúrið mitt, datt ekki í hug að neita þar sem ekkert er sjálfsagðara en hún fái búrið mitt lánað, enda að sækja sér lítinn kettling. Skæruliðarnir hennar tveir mæta með auðvitað svo hér verður stríð þegar kærustuparið mætist (dóttir mín og sonur hennar) um daginn ákvað nefnilega dóttlan að hún ætlar að giftast öðrum vini sínum og á eftir að tilkynna núverandi það - hún hefur áhyggjur af því hvernig hann bregðist við. Vinkona 2 vill koma í kaffi seinnipartinn með nýja manninn - note- hann fannst á alræmisvefnum www.einkamal.is svo ég er svoldið spennt að skoða gripinn, var meirað segja að spá í að henda í skúffuköku or some... Vinkona 3 vantar aðstoð við ritgerð og er því búin að bjóða mér og dóttlu í mat, dóttla er mjög spennt, sonur vinkonu 3 á bæði Simpsons á playstation og svo er hann nýji kærastinn. Síðan er hún handviss um að bekkjarbróðir hennar sé skotin í henni, ýmis hints svona sem gefa það í skyn.
Greinilegt að ástarlíf dóttlu er mun flóknara en mitt. Ég pirrast bara yfir kynlífsleysi og nöldra þegar hann sinnir mér ekki nóg. Meirað segja búin að átta mig á því að ég ergi sjálfa mig meira á því ef kynlífið er í lamasessi heldur en ef ég fæ ekki nóg lovin. Átti heldur erfitt í gærkveldi t.d. ætlaði því að treata sjálfa mig með egginu yndislega, var svo trufluð þegar þetta var sem best með að kötturinn settist á koddan til að glápa á aðfarirnar, var ekki mest sexy sem ég hef upplifað enda fékk kisi að fara niðrá gólf. Læðan fær helst ekki að koma uppí rúm, þó ég vakni oftast með hana við andlitið að kúra gömluna, en þetta var NO GOOD. Þarf að koma henni í skilning um að þegar vípríngurinn er í gangi þá þýðir það stay away.
Getur einhver sagt mér afhverju ég er ekki staðin upp til að taka til?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)