Lotugræðgin og gigtin ;)

Þegar ég var unglingur byrjaði ég á því að svelta mig til að grenna mig, á einum tímapunkti var ég farin að borða einu sinni í viku ca hálfa samloku með skinku og osti og var sem hamingjusömust þegar ég sá rifbeinin glitta milli brjóstanna. Þegar ég var sem verst þá leit ég frekar funky út, krúnurökuð, brjóstalaus og minnti helst á ungan strák. Neðst fór ég í 53 kg en ég er tæpir 180 og frekar rífleg í beinum.

Um daginn sá ég þáttin á rúv með stelpuna með átröskunina, sveið svolítið að sjá einhvern sem líktist mér svo í hugsun, ég auðvitað læt ekki svona lengur en er enn með lotugræðgina, nema hvað ég hef ekki hlaupið inná bað að æla. Lenti í umræðu um svona í vinnunni þar sem ég er auðvitað ekki ein um að hafa staðið í þessum sporum, samstarfskona mín er þó enn í þessum sporum að svelta sig til að grennast og er verulega grönn. Stóð sjálfa mig að því að öfunda hana af því að hafa staðfestuna í að halda þetta út... en svo rifjaðist upp aðeins hvað ég var alltaf þreytt, pirruð og aum eitthvað. Langar mann virkilega að fara útí þennan pakka aftur, komin á þennan aldur? Hvað þá hvað þetta gerir líkamanum og heilsunni.. er ekki betra að vera fáeinum kg of þung og geta þó haldið út daginn? Stend mig þó oft að því undanfarið að gæla við hugsunina að taka bara smá skorpu, en gæti maður þá snúið við?

Stend í því þessa dagana að vera drepast í líkamanum eftir vinnu og var handótnýt í höndunum fyrir hádegi.. ekki langur tími sem ég fékk í morgun til að vera kvalalaus. Og til að stöðva sjálfa mig í lotugræðginni þá hef ég verið að reyna prjóna til að halda mér við efnið. En það auðvitað gerir ekki betra.. Hvernig stendur á því að maður gerir sjálfum sér þetta.. en það er nokkuð ljóst að fyrst maður á annað borð byrjaði á þessu þá hlýtur að vera eitthvað að í hausnum á manni, right? Normal manneskja hættir ekki að éta eða ræðst á alla matarskápa þess á milli til að finna allt ætt og troða því sem hraðast niður..


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband