Pirringur

Hef ekki hugmynd afhverju ég ákvað að byrja á þessu, en eitthvað er ...

Vantar að koma hugsunum á skrið og losna frá þeim, er þessi vettvangur ekki eins góður og hver annar? Veit ekki alveg pointið með þessu hjá mér en kemur kannski í ljós eftir nokkrar færslur.

Er í einhverskonar sambandi með manni sem ég hef hætt með 3 mánuði, þá eftir 9.mánaða samband, þetta fer óskaplega í taugarnar á mér allt saman en einhvern veginn get ég ekki séð af honum, held ég sé ekki ástfangin- allavega er ég ekki að rotna úr söknuði eftir honum, en verð herfilega móðguð ef hann hringir ekki... Venjulega er það líka ég sem hringi- og þegar ég fussaði við hann að þetta væri nú allt eftir bókinni "He´s just not that into you" þá vissi hann ekki hvert hann ætlaði. Hvernig fær maður tilfinningalega heftan mann til að tjá sig? Kann það einhver? Ekki að ég sé eitthvað auðveldari, en get þó sagt þegar mér líkar og ekki líkar, enda ákveðin með eindæmum. Þó get ég ekki hugsað mér að hitta fjölskyldu hans eða börn, þó vinirnir sé allt annað. Fékk nóg af þessu foreldradæmi í síðustu sambúð, er enn með klígjuna fyrir barninu hans, ætli ég sé svona grimm? Manni þarf ekki að líka við alla og ég er bara ekki þessi foreldratýpa. Minn draumur var aldrei að verða fullkomnahúsmóðirin, ég ætlaði að verða bóndi.

Ég hef ekki náð þeim áfanga enn, næ því kannski í ellinni. Flyst burt með dýrin mín og fæ loksins hestana mína, það væri ljúft. Barnið myndi ekki kvarta, enda jafnmikill dýravinur og móðirin. 

Þessi pirringur sem hefur verið að há mér er þó bundin við láglaun, almennt peningaleysi, engin staðfesta í sambandi mínu og X og svo ofvirkni vinkonu minnar sem hringir vikulega með nýjan mann sem mun bjarga hennar sál.


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband