taut og nöldur

Nú fer að líða að árshátíð fyrirtækisins og er búið að skikka mann til að mæta, var skráð þrátt fyrir að ætla ekki.. vissara því að mæta. Annað mál hvort þetta verði gaman... við erum nokkur þarna sem eru á yngra leveli og þykjum rugluð.. sumir höndla auðvitað ekki umræður um brazilískt vax, á karlmönnum eða of mikið af ríðitali. Við stundum missum okkur í umræðunum og áttum okkur ekki á því að hlustað er á okkur, en skiptir svo sem ekki öllu, en þessi tepruskapur er óendanlegur. Hverjum er ekki sama þó einhverjir eru að ræða um það sem þeim þykir áhugavert á næsta borði? Yfirleitt hugsa ég sem minnst um hvað aðrir eru að tala, enda lítið fyrir að hlusta á annara manna samtöl, finnst ég einfaldlega skemmtilegri. Ég er auðvitað óendanlega skemmtileg!

Undanfarið er nýjasta hobbyjið mitt að rifja upp fyrri bólfélaga, nöfn og tímabil. Ég man ekki nöfnin á öllum, það er alveg á hreinu.. einhvern tíman var ég komin með tölu.. og hélt henni alltaf við, en get ekki fengið hana til að standast. T.d. veit ég að fyrir 18. ára var ég búin að sofa hjá 13 - en get engan vegin fengið töluna til að stemmast.. ALZHEIMER LIGHT? Man allavega ennþá hvar ég geymi nærfötin mín svo þetta getur ekki verið alvarlegt.

Talandi um alzheimer, við afi höfum verið að rifja upp atvik með ömmu áður en hún veiktist (alzheimer) og shit hvað það fær mann til að sakna hennar, svona ömmusyndrome. Hvað er betra en að vera krakki í eldhúsinu hjá ömmu, bakandi klatta og dýrkandi mann ;)

Amma hin akkurat er búin að vera spreða dásemdarsögum af mér til vina og vandamanna, hún man lítið sem ekkert en þó man hún ávallt að ég var að þrífa hjá henni. Tók mig til og hreinsaði út hjá henni, blöð, gamall matur, þvottur, skipti um á rúminu o.s.frv.  Hún man ekkert að ég "stal" öllum blöðunum hennar og fór með í sorpu, þrátt fyrir að ég mætti það ekki, getur ekki munað hvað ég á af dýrum þó það sé hennar helsta ástríða fyrir utan börnin en þetta með þrifin man hún. Settumst niður eftir að ég kláraði og skoðuðum myndir, mikið óskaplega var amma falleg kona, og systur hennar líka. Það er á svona stundum sem ég skammast mín fyrir að eiga bara eitt barn, amma er kannski skrítin, og getur verið þrjóskari en dauðinn en hún er með qualitiys sem mér finnst að aðrir ættu að fá tækifæri á að erfa - eins með hina ömmu og afa.

Tók mig til við að prjóna í fyrradag, búin að rekja allt saman einu sinni upp (crazy) og byrja upp á nýtt, en eins og mig hlakkar til að klára þá get ég ekki annað en fussað um leið hvað maður er mikill fatli. Hendurnar í fokki eftir 3 daga prjón - að ég tali nú ekki um axlir og bak, líður aðeins eins og gamalmenni nema mig vantar aðeins af hrukkum. Eins og ég var neikvæð hérna síðast þá er ég nokkuð vongóð um restina af mánuðinum. Held þetta sleppi bara alveg :) Vúhú  og auðvitað með það í huga að ég hagi mér, ekkert aðkeypt kaffi eða óþarfa dekur við krakkann- ekki það að hún sé að springa úr dekstri mín megin, var að segja mér í dag að einn kennarinn hennar væri sko miklu strangari en ég, þau YRÐU alltaf að vera stillt og hljóð í heimalærdómi... ok vúps- er ég svona mikil gribba? Hef alltaf staðið á því að hún væri barn sem þyrfti aga en lol whatthafokk. Ég sé t.d. það ekki gerast að ég missi andan þegar hún segir mér að hana langi í tattoo, enda báðir foreldrar tattooveraðir (móðirin þá töluvert meira og ekki hætt :P) arga úr mér lungun þegar hún vill fara pinna sig eða truflist yfir kynlífstali.. en ókurteisi þoli ég ekki hjá krökkum eða frekju *hroll* Kannski því ég er frekja og með sóðakjaft (ekki í viðurvist barns ofcourse)

btw- farið að styttast í nýja tattooið - verst að ég neyðist til að afpanta tímann sem ég átti (eftir 5.mánaða bið) þar sem frökenin hefur ekki náð að safna í upphæðina, bömmer, ætlaði að vera komin með 70.þús en er ekki nálægt því. Hjúkk að þetta er á lokuðum reikning svo ég venjulega gleymi að hann sé til.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband