Ég verð dúndur...

Fjárhagslega næ ég ekki endum saman og dregur það mig oft langt niður, og fyrsta sinn undanfarið sem ég er farin að finna fyrir reiði útí aðra fyrir að ganga betur en mér. Afhverju gerist þetta hjá þeim en ekki mér? Þoli ekki þessa tilfinningu því mig langar svo að ná endum saman og geta lagt fyrir en það er bara ekki að gerast, þessi mánaðarmót átti ég t.d. ekki fyrir öllum reikningunum. KJAFTÆÐI er þetta !!

9.okt átti ég ekkert eftir að peningum, og get hreinlega þakkað mínu sæla að komast  2 í viku í mat til mömmu og pabba og að ég jafnvel geti fengið mjólk hjá þeim. Þessa dagana pirrast ég útí vinkonu mína sem er á endurhæfingalífeyri og er bara heima, en fær 175.000 í vasann mánaðarlega, hún er með tvö börn, en ég eitt. Ég fékk í vasann núna síðast 104.000 vá hvað það var niðurlægjandi, fyrir alvöru vinnu og samt öryrkjamatur skv. læknastéttinni. Þetta fær maður fyrir að vilja vinna heldur en að hanga heima og þvo þvott og skrúbba gólfin mín - oj!

Svo horfir maður í hlutina - hvar skal spara...? GLÆTAN að ég láti mitt eina leikfang fara... internetið. Get ekki tekið af barninu blaðaáskriftina heldur, það er 850kr á mánuði. Svo, þennan mánuð lét ég tryggingarnar gossa... sparaði smá aur þar, en núna er ég að horfa í kringum mig eftir því næsta sem ég get látið fara, ekki losna ég við lánin - því ver og miður... any takers? Fá smá lán?

 

Skíttmeða ... ef baddnið sveltur ekki, lifum við þetta af. Verst að ég fitna bara af því að borða óreglulega, væri næs að vera bara skinny bitch og þurfa ekki að spá í hinu þar sem ég væri svo upptekin af því að dást af fullkomna bodyinu mínu. Annars er ég alveg búin að sjá hvað ég ætla að láta laga hjá mér, þegar ég verð rík þ.e.

Lagfæringar:

Brazilian buttaugmentation, ætla að fá rass eins og brasilísku stelpurnar MMMmmmm

Boobjob - lyfta og gera yömmei

laga höku og nef - er með svona náttúrulega litla höku, fýla það engan veginn, og svo smá hníð á nefinu, síðan má minnka ummálin á því líka - verð svona Michaelina Jackson

Fitusog dauðans... allover the place

 Andlitsstrekking ( eftir 40)

Ég verð dúndur...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Torfi

skemmtileg lesning á bloggunum þínum þótt það sé kannski ekki skemmtilegt að vera blankur og vera í svona óvissu með hitt kynið :) en já svarið var ekki rétt :)

Gísli Torfi, 13.10.2007 kl. 02:19

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Lestu Mátturinn í Núinu og Ný Jörð eftir eckhar Tolle, þá nærðu sátt og jafnvægi.  Það eru einhver videó með honum á blogginu mínu, sem þú getur horft á, minnir að það sé 4. síðasta færsla.

Þetta er svo mikið í höfðinu á okkur og örvæntingin gerir manni ókleyft að bæta kringumstæðurnar. Manni ber að leita svaranna í sjálfum sér en ekki í ytri aðstæðum.  Líf okkar er ávallt þversumman af fyrri ákvörðunum okkar og gjörðum.  Við erum það sem við hugsum. séum við upptekin af skorti, þá hljótum við skort. Ef við erum sátt með okkur, þá rætist úr.  Akkaúrat núna á meðan þú lest þetta, þá reikna ég með að þig skorti ekkert í augnablikinu.

Jón Steinar Ragnarsson, 13.10.2007 kl. 03:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband