Guð, Jesú og ábyrgðin

Keyrði sjálfa mig í jarðaför í dag, fyrsti vinur minn sem missir foreldri og maður fylgir til grafar. Afskaplega falleg athöfn og veit ég að hún hefði verið þakklát fyrir alla þá sem mættu í dag til að votta henni virðingu sína og kveðja. Margir áttu virkilega erfitt en virtist sem erfðadrykkjan tæki af sorgina og allir búnir að kveðja. Mikið dásamað hana enda stórkostleg kona.

Ég er ekki mjög trúuð enda leiðist mér oft í kirkjum, vegna lofdýrðarinnar um Jesúm Krist o.s.frv. Hvers vegna þegar verið er að kveðja fjölskyldumeðlim og vin þarf að eyða svona miklum tíma í að dásama Krist og Guð? Ég sem dæmi trúi ekki á Adam og Evu, þó ég kenni barninu mínu annað, ég ræði Adam og Evu fyrir hana og hún hefur kunnað Faðirvorið síðan hún var 2. ára - besta listaverk sem ég á og þarf alltaf að hafa kringum mig er 100 ára gömul mynd af Jesú í bátnum. Ég er hugfangin af krossum og því sem þeir standa fyrir - kærleikurinn t.d.

Ég hef haldið reiðiræður yfir vinkvennum frænku minnar sem tilheyra Fíladelfíu vegna orða sem þær létu útúr sér um börnin sín og hvernig þær grátbáðu Jesúm Krist að fyrirgefa sér fyrir að hafa sofið hjá fyrir brúðkaup og allt eftir því.. Hverskonar foreldri biður fyrirgefningar á því að hafa skapað líf? Óskar einhverja "æðri veru" um fyrirgefningu fyrir að hafa fætt þetta yndislega barn? Það er alltaf ástæða fyrir því að líf verða til, það var ekki ég sem ákvað að dóttir mín skyldi verða til, henni var ætlað að koma..

Finnst of oft sem að fólk skelli allri ábyrgðinni á Jesú eða Guð, þú ert ábyrgur fyrir þínu eigin lífi.. og gigt, misnotkun og barsmíðar hafa ekki kennt mér neitt annað en að ég er minn eigin gæfusmiður og að forðast skapheita menn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband