Kvöldþreyta

Kaffikannan tilbúin fyrir morguninn, vekjaraklukkan stillt og hundurinn búinn að fara út að spræna... Næsta skref er auðvitað að henda sér í bælið og safna orku fyrir vinnudaginn, bara engan veginn að nenna því - er drulluþreytt en uppvaskið sem bíður mín er eitthvað að tefja rúmferðina. Er þó búin að sitja í föndrinu í allt kvöld í staðinn fyrir að vaska upp *skammastín*

Er að gera "skrappbók" fyrir mahundpah, mamma hefur alltaf verið að kvarta undan því að myndirnar eru allar útúm allt svo ég ákvað að skella í eina svona - þó er ég engin skrappari af guðs náð, en dundarinn í mér rís upp og gargar þegar ég fæ svona, ekki eins og með prjóninn sem tekur miklu meiri tíma og ég hreinlega verð að taka mér pásu af - þolinmæði mín bíður ekki uppá þetta :P

Annars hlakka ég eiginlega bara til að setjast hérna fram í fyrramálið, fara í sturtu og setjast svo með kaffi og brauð, í rólegheitum áður en sumir koma askvaðandi fram og talandi útí eitt, morgnar eiga að vera róóóóóólegir...

Night u´all


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband