19.10.2007 | 23:54
taut og nöldur
Nú fer að líða að árshátíð fyrirtækisins og er búið að skikka mann til að mæta, var skráð þrátt fyrir að ætla ekki.. vissara því að mæta. Annað mál hvort þetta verði gaman... við erum nokkur þarna sem eru á yngra leveli og þykjum rugluð.. sumir höndla auðvitað ekki umræður um brazilískt vax, á karlmönnum eða of mikið af ríðitali. Við stundum missum okkur í umræðunum og áttum okkur ekki á því að hlustað er á okkur, en skiptir svo sem ekki öllu, en þessi tepruskapur er óendanlegur. Hverjum er ekki sama þó einhverjir eru að ræða um það sem þeim þykir áhugavert á næsta borði? Yfirleitt hugsa ég sem minnst um hvað aðrir eru að tala, enda lítið fyrir að hlusta á annara manna samtöl, finnst ég einfaldlega skemmtilegri. Ég er auðvitað óendanlega skemmtileg!
Undanfarið er nýjasta hobbyjið mitt að rifja upp fyrri bólfélaga, nöfn og tímabil. Ég man ekki nöfnin á öllum, það er alveg á hreinu.. einhvern tíman var ég komin með tölu.. og hélt henni alltaf við, en get ekki fengið hana til að standast. T.d. veit ég að fyrir 18. ára var ég búin að sofa hjá 13 - en get engan vegin fengið töluna til að stemmast.. ALZHEIMER LIGHT? Man allavega ennþá hvar ég geymi nærfötin mín svo þetta getur ekki verið alvarlegt.
Talandi um alzheimer, við afi höfum verið að rifja upp atvik með ömmu áður en hún veiktist (alzheimer) og shit hvað það fær mann til að sakna hennar, svona ömmusyndrome. Hvað er betra en að vera krakki í eldhúsinu hjá ömmu, bakandi klatta og dýrkandi mann ;)
Amma hin akkurat er búin að vera spreða dásemdarsögum af mér til vina og vandamanna, hún man lítið sem ekkert en þó man hún ávallt að ég var að þrífa hjá henni. Tók mig til og hreinsaði út hjá henni, blöð, gamall matur, þvottur, skipti um á rúminu o.s.frv. Hún man ekkert að ég "stal" öllum blöðunum hennar og fór með í sorpu, þrátt fyrir að ég mætti það ekki, getur ekki munað hvað ég á af dýrum þó það sé hennar helsta ástríða fyrir utan börnin en þetta með þrifin man hún. Settumst niður eftir að ég kláraði og skoðuðum myndir, mikið óskaplega var amma falleg kona, og systur hennar líka. Það er á svona stundum sem ég skammast mín fyrir að eiga bara eitt barn, amma er kannski skrítin, og getur verið þrjóskari en dauðinn en hún er með qualitiys sem mér finnst að aðrir ættu að fá tækifæri á að erfa - eins með hina ömmu og afa.
Tók mig til við að prjóna í fyrradag, búin að rekja allt saman einu sinni upp (crazy) og byrja upp á nýtt, en eins og mig hlakkar til að klára þá get ég ekki annað en fussað um leið hvað maður er mikill fatli. Hendurnar í fokki eftir 3 daga prjón - að ég tali nú ekki um axlir og bak, líður aðeins eins og gamalmenni nema mig vantar aðeins af hrukkum. Eins og ég var neikvæð hérna síðast þá er ég nokkuð vongóð um restina af mánuðinum. Held þetta sleppi bara alveg :) Vúhú og auðvitað með það í huga að ég hagi mér, ekkert aðkeypt kaffi eða óþarfa dekur við krakkann- ekki það að hún sé að springa úr dekstri mín megin, var að segja mér í dag að einn kennarinn hennar væri sko miklu strangari en ég, þau YRÐU alltaf að vera stillt og hljóð í heimalærdómi... ok vúps- er ég svona mikil gribba? Hef alltaf staðið á því að hún væri barn sem þyrfti aga en lol whatthafokk. Ég sé t.d. það ekki gerast að ég missi andan þegar hún segir mér að hana langi í tattoo, enda báðir foreldrar tattooveraðir (móðirin þá töluvert meira og ekki hætt :P) arga úr mér lungun þegar hún vill fara pinna sig eða truflist yfir kynlífstali.. en ókurteisi þoli ég ekki hjá krökkum eða frekju *hroll* Kannski því ég er frekja og með sóðakjaft (ekki í viðurvist barns ofcourse)
btw- farið að styttast í nýja tattooið - verst að ég neyðist til að afpanta tímann sem ég átti (eftir 5.mánaða bið) þar sem frökenin hefur ekki náð að safna í upphæðina, bömmer, ætlaði að vera komin með 70.þús en er ekki nálægt því. Hjúkk að þetta er á lokuðum reikning svo ég venjulega gleymi að hann sé til.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.10.2007 | 03:29
Hvaða vinna er við látna félaga?
Heilbrigðiseftirlitið kannaðist hins vegar ekki við þetta og taldi það engu skipta þótt dýralæknir vottaði um aflífunina. Greiða þyrfti fyrir eftirlit sem haft hefði verið með hinum aflífuðu hundum. Það er ekki verið að rengja þig. Málið snýst um kostnaðinn og vinnuna sem framkvæmd hefur verið, sagði m.a. í svari eftirlitsins til fv. eiganda hundanna.
Ef þeir legðu einhverja vinnu í þá lifandi þá væri þetta kannski í lagi að láta svona útúr sér, en þegar staðreyndin er sú að við hundaeigendur fáum ekkert fyrir okkar pening þá er þetta heldur súrt. Fáttítt að finna rusl á göngustígum borgarinnar og ekki er hundaeftirlitsmaðurinn að leggja sig fram við að mæta þegar hringt er á hann. Við erum með takmarkað aðgengi og ekki kemur borgin til móts við hundeigendur nema þegar á að aflífa. Greiðið þetta eftirlitsgjald til hundeigandans vegna ónæðisins sem hann hefur orðið fyrir af heilbrigðiseftirlitinu.
Tók gjald fyrir eftirlit með aflífuðum hundum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.10.2007 | 01:39
Ég verð dúndur...
Fjárhagslega næ ég ekki endum saman og dregur það mig oft langt niður, og fyrsta sinn undanfarið sem ég er farin að finna fyrir reiði útí aðra fyrir að ganga betur en mér. Afhverju gerist þetta hjá þeim en ekki mér? Þoli ekki þessa tilfinningu því mig langar svo að ná endum saman og geta lagt fyrir en það er bara ekki að gerast, þessi mánaðarmót átti ég t.d. ekki fyrir öllum reikningunum. KJAFTÆÐI er þetta !!
9.okt átti ég ekkert eftir að peningum, og get hreinlega þakkað mínu sæla að komast 2 í viku í mat til mömmu og pabba og að ég jafnvel geti fengið mjólk hjá þeim. Þessa dagana pirrast ég útí vinkonu mína sem er á endurhæfingalífeyri og er bara heima, en fær 175.000 í vasann mánaðarlega, hún er með tvö börn, en ég eitt. Ég fékk í vasann núna síðast 104.000 vá hvað það var niðurlægjandi, fyrir alvöru vinnu og samt öryrkjamatur skv. læknastéttinni. Þetta fær maður fyrir að vilja vinna heldur en að hanga heima og þvo þvott og skrúbba gólfin mín - oj!
Svo horfir maður í hlutina - hvar skal spara...? GLÆTAN að ég láti mitt eina leikfang fara... internetið. Get ekki tekið af barninu blaðaáskriftina heldur, það er 850kr á mánuði. Svo, þennan mánuð lét ég tryggingarnar gossa... sparaði smá aur þar, en núna er ég að horfa í kringum mig eftir því næsta sem ég get látið fara, ekki losna ég við lánin - því ver og miður... any takers? Fá smá lán?
Skíttmeða ... ef baddnið sveltur ekki, lifum við þetta af. Verst að ég fitna bara af því að borða óreglulega, væri næs að vera bara skinny bitch og þurfa ekki að spá í hinu þar sem ég væri svo upptekin af því að dást af fullkomna bodyinu mínu. Annars er ég alveg búin að sjá hvað ég ætla að láta laga hjá mér, þegar ég verð rík þ.e.
Lagfæringar:
Brazilian buttaugmentation, ætla að fá rass eins og brasilísku stelpurnar MMMmmmm
Boobjob - lyfta og gera yömmei
laga höku og nef - er með svona náttúrulega litla höku, fýla það engan veginn, og svo smá hníð á nefinu, síðan má minnka ummálin á því líka - verð svona Michaelina Jackson
Fitusog dauðans... allover the place
Andlitsstrekking ( eftir 40)
Ég verð dúndur...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.10.2007 | 21:04
...ævintýri?
Bauðst í gær nýr bólfélagi, kom mér svoldið á óvart og kítlaði verulega. Veit ekki þó hvort ég sé tilbúin í einhverjar dramatískar breytingar eins og er, kannski hæfir hann mér ekki eins vel í rúminu, eða stærðin er eitthvað sem ég verð ekki sátt við (ég er auðvitað fullkomin á þessu sviði). Er búin að vera eitthvað ósátt með núverandi en er ekki alveg tilbúin að segja honum að drullast þó mikið sé að gera hjá honum, líka einhver væntumþykja í gangi þó ég sé ekki ástfangin, jú og virðing. Særði hann líka fullmikið þegar ég hætti að hitta hann í fyrra, finnst hálf ljótt eitthvað að rjúka bara af stað aðþví ég sé einhverjar breytingu í nánd. Ætti ég að gera sömu misstök aftur og ég gerði fyrir tæpu ári síðan eða bara lulla áfram í þessu fari því það er svo þæginlegt, get treyst á xcellent kynlíf og kúr. EÐA ætti ég að skjótast á vit ævintýra? Svo er auðvitað takmarkað hvað maður getur leitað nýrra ævintýra endalaust.
Lenti líka í samtali sem endaði með spurningum um fyrrverandi í dag, hefði getað gubbað. Hef samt mikið velt fyrir mér afhverju ég þoli hann svona illa, held ég sé komin á þá niðurstöðu að ég sé enn föst í þessum hring hans "Allir svo vondir við mig, enginn elskar mig" vælunni og þarf bara að hætta að "hata" hann og fara að láta mér vera bara sama. En fór svo jafnframt að spá hvernig ég myndi bregðast við ef hann myndi reyna við mig aftur einhvern tímann.. myndi ég hoppa uppí hjá honum?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.10.2007 | 23:25
Pirringur
Hef ekki hugmynd afhverju ég ákvað að byrja á þessu, en eitthvað er ...
Vantar að koma hugsunum á skrið og losna frá þeim, er þessi vettvangur ekki eins góður og hver annar? Veit ekki alveg pointið með þessu hjá mér en kemur kannski í ljós eftir nokkrar færslur.
Er í einhverskonar sambandi með manni sem ég hef hætt með 3 mánuði, þá eftir 9.mánaða samband, þetta fer óskaplega í taugarnar á mér allt saman en einhvern veginn get ég ekki séð af honum, held ég sé ekki ástfangin- allavega er ég ekki að rotna úr söknuði eftir honum, en verð herfilega móðguð ef hann hringir ekki... Venjulega er það líka ég sem hringi- og þegar ég fussaði við hann að þetta væri nú allt eftir bókinni "He´s just not that into you" þá vissi hann ekki hvert hann ætlaði. Hvernig fær maður tilfinningalega heftan mann til að tjá sig? Kann það einhver? Ekki að ég sé eitthvað auðveldari, en get þó sagt þegar mér líkar og ekki líkar, enda ákveðin með eindæmum. Þó get ég ekki hugsað mér að hitta fjölskyldu hans eða börn, þó vinirnir sé allt annað. Fékk nóg af þessu foreldradæmi í síðustu sambúð, er enn með klígjuna fyrir barninu hans, ætli ég sé svona grimm? Manni þarf ekki að líka við alla og ég er bara ekki þessi foreldratýpa. Minn draumur var aldrei að verða fullkomnahúsmóðirin, ég ætlaði að verða bóndi.
Ég hef ekki náð þeim áfanga enn, næ því kannski í ellinni. Flyst burt með dýrin mín og fæ loksins hestana mína, það væri ljúft. Barnið myndi ekki kvarta, enda jafnmikill dýravinur og móðirin.
Þessi pirringur sem hefur verið að há mér er þó bundin við láglaun, almennt peningaleysi, engin staðfesta í sambandi mínu og X og svo ofvirkni vinkonu minnar sem hringir vikulega með nýjan mann sem mun bjarga hennar sál.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)