Öryrkjar, verra fólk?

Er búin að vera fylgjast með umræðu á barnalandi í smá stund, ekki það að ég lesi þetta oft en maður fylgist með öðru auganu þar sem stundum koma sniðugar umræður þarna inn.

Stundum finnst mér fólk óþarflega grimmt á náungann, virðist ansi oft horft einungis frá einni hlið og þá sinni, eru auðvitað ansi margir sem hafa ALLTAF rétt fyrir sér og þeirra skoðun er sú eina.

Ætla að taka sem dæmi þrjár manneskjur á sama aldri, mig og tvær vinkonur mínar. Allar viðurkenndir öryrkjar en aðeins ein vinnur (ég) Sú fyrri er andlegur öryrki eftir áralanga misnotkun og hin vegna slyss, líkami hennar er í hönk og búin að vera í tvö ár. Ég er líkamlegur öryrki, þrjóskan er bara hinu sterkari svo ég er að vinna.

Andlegi öryrkinn fær 175.000 á mánuði frá tryggingum og er með tvö börn, eitt lán eftir fyrr sambúð og borgar leigu uppá 70.000- á sinn eigin bíl skuldlaust en greiðir ca. 10.000 á mánuði í bensín, 22.000 í leikskóla og 14.000 í gæslu fyrir eldra barnið. Um 30.000 í lánið og þá eru um 29.000 eftir til að lifa af mánuðinn, ef börnin þurfa til læknis o.s.frv. og eftir að taka inní læknisheimsókn aðra hvora viku hjá henni.

Líkamlegi öryrkinn á sína eigin íbúð og bíl og fær 109.000 á mánuði. Engin börn en þarf að fara til sjúkraþjálfara 3 í viku. Hún borgar um 12.000 í bensín á mánuði, hefur farið uppí 15.000, hún greiðir einnig 20.000 á mánuði í sjúkraþjálfarann. 70.000 fara í húsnæðislán og tryggingu á íbúðinni. 7.000 eftir til að lifa af á mánuði.

Ég er að vinna, mánaðarlaun fyrir skatt eru 175.000 og bý ég í íbúð skráða á foreldrana, er að greiða 60.000 í lánin mánaðarlega. Bíllinn er ekki á lánum en greiði ca. 10.000 í bensín á mánuði. Gæslan fyrir stelpuna er 16.000 á mánuði og maturinn í skólanum um 6.000. Ég þarf að mæta tvisvar í mánuði til læknis, sitthvor læknirinn og eru það 4-6000 sem ég greiði fyrir það, sem betur fer engin lyf en einstaka verkjalyf ;) þegar búið er að taka lánin mín, símareikning og annað þá á ég um 15.000 eftir til að lifa af mánuðinn... oftast, ef ég kemst í aukavinnu þá hækkar þetta aðeins - ef ég fæ barnagæslu.

Engin af okkur valdi þetta, svona er þetta bara.. ein datt niður stiga um vetur, var tryggð eins og hægt var en það hjálpaði ekkert og var gífurlega seinvirkt, tók aukalán til að hjálpa við að fleyta sér áfram og þegar hún fékk smá frá tryggingunum þá fór það bara uppí hitt lánið.. Hver vill lifa svona? Aldrei peningur, aldrei hægt að gera neitt.. og ég held að við séum síst verst staddar, hvaða kjaftæði er þetta alltaf að öryrkjar hafi það svo gott? Ég væri í svipuðum sporum ef ég væri á bótum en þá þyrfti ég líka að hanga heima allan daginn og hvað er gaman við það? Auk þess hefur maður sjénsinn á að fá launahækkun eða sækja um betri vinnu. Og að maður hefði aldrei átt að eiga þessi börn? Vil endilega að þetta fólk horfi í augun á dóttur minni og segji henni að ég hefði átt að eyða henni í stað þess að fæða hana. Hún var pillubarn en greinilega ætlað að koma akkurat þá.. og ekki sé ég eftir því.. fólk planar heldur ekki að verða einstætt, við höfðum það ágætt saman, en það var bara ekki meant to be.

Viðurkenni þó alveg að stundum hugsar maður útí þessa tíma, hvernig það var, hefði maður verið ánægðari með lífið ef við hefðum þraukað þetta? Einhvern veginn sé ég það ekki, hann er miklu ánægðari í dag held ég með núverandi konu, sem er alveg yndisleg. Hefði ég þraukað það með seinni sambýlismanni mínum, hefði ég verið ánægðari með lífið í dag? Pottþétt ekki, væri sjálfsagt andlegur aumingi auk þess að vera bakveik. Eini maðurinn sem ég hefði viljað virkilega hverfa ofan af jörðu, enþá hefði sonur hans þjáðst ásamt foreldrum hans meðan mér liði betur, og það er eitthvað sem maður óskar ekki börnum.

Er ég ánægð í dag? Meiri peningar myndu sjálfsagt hjálpa til en ég þarf ekki auð til þess að vera hamingjusöm með dóttlu, hún gleður mig og ég gleð hana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

rak augun í bloggið þitt um öryrkjana, sá strax að það vantaði bæði tekjur og útgjöld í öll dæmin, en hvað um það, útkoman verður svipuð.

Ég er öryrki svo ég veit hvað þú ert að tala um. Vissirðu að í fyrra sat einhver dúlla í Tryggingastofnun og dúllaði sér við að svíkja út  litlar 75 milljónir. til þess þurfti hún að búa til rúmlega 80 öryrkja, engin furða þót mikið hafi verið rætt um það að öryrkjum hafi fjölgað. Svo þessi umræða að þessi eða hinn sé að ,,láta dæma sig á örorku" svaka fjármálavit sem það fólk hefur sem ,,lætur dæma sig" ævilangt til að lifa vel undir fátæktarmörkum.

En hvað erum við að röfla, tókum við ekki þátt í þjóðarsáttinni, fer ekki ríkiskassinn á hausinn og rýkur ekki upp óðaverðbólga ef við ´fáum almennilegt lifibrauð? Vitum við ekki að það er halli á fjárlögum ár eftir ár eða hvað? Vitum við ekki að það eru ekki til peningar handa svikurum og lúserum?

nei segi svona

Guðrún Jónína Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 00:05

2 Smámynd: b.p

Já ég cirkaði þetta svona nokkurn veginn, enda er ég ekki alveg með nefið í málum vinkvenna minn  En þetta er svona nánast það sem ég veit um aðstæður þeirra..

Akkurat þessvegna sem ég vinn í stað þess að vera heima eins og ég ætti í raun að gera ef ég vil hafa einhverja heilsu á efri árum, en ég hreinlega hef ekki efni á því.. svo finnst mér gott að komast aðeins að heiman, þó það sé ekki alltaf létt. Ég fæ alltaf augnaráð þegar ég dirfist að játa að ég sé öryrki, en ég hef lært að get ekki verið að ergja mig á skoðunum annarra endalaust, ef þetta fólk heldur að þetta sé svona frábært, þá má það hirða verkina mína og prufa.. fæ þá áreiðanlega til baka innan skamms

b.p, 24.10.2007 kl. 16:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband